Ekki vitað hvort tvær skotárásir tengist

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Ekki liggur fyrir hvort skotárásin í nótt tengist með einhverjum hætti skotárásinni í Grafarholti fyrr í vikunni, þar sem karl og konu voru skotin. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.

Þrír karl­menn eru í haldi lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu eft­ir að karlmaður varð fyrir skotárás í miðbænum í nótt. 

Sá sem fyrir árásinni varð tilkynnti hana sjálfur um eittleytið, en viðkom­andi var flutt­ur á slysa­deild, gekkst þar und­ir aðgerð og er ekki í lífs­hættu.

Aðspurður segir Margeir það ekki vitað hvort tengsl eru á milli árásarmanna og fórnalambsins. Það er eitt af því sem lögreglan er að skoða.

Mik­ill viðbúnaður var vegna máls­ins en menn­irn­ir þrír voru hand­tekn­ir fljót­lega eft­ir að rann­sókn­in hófst. Lögregla þurfti ekki að beita skotvopnum í aðgerðinni.

Margeir segir aukna tíðni skotárás hér á landi vera mikið áhyggjuefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert