Ekki liggur fyrir hvort skotárásin í nótt tengist með einhverjum hætti skotárásinni í Grafarholti fyrr í vikunni, þar sem karl og konu voru skotin. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.
Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að karlmaður varð fyrir skotárás í miðbænum í nótt.
Sá sem fyrir árásinni varð tilkynnti hana sjálfur um eittleytið, en viðkomandi var fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu.
Aðspurður segir Margeir það ekki vitað hvort tengsl eru á milli árásarmanna og fórnalambsins. Það er eitt af því sem lögreglan er að skoða.
Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lögregla þurfti ekki að beita skotvopnum í aðgerðinni.
Margeir segir aukna tíðni skotárás hér á landi vera mikið áhyggjuefni.