Íslenskir glæpasagnahöfundar á toppnum í Frakklandi

Ragnar á fjórar bækur á lista yfir vinsælustu glæpasögurnar í …
Ragnar á fjórar bækur á lista yfir vinsælustu glæpasögurnar í Frakklandi um þessar mundir. mbl.is/Arnþór

Mistur eftir Ragnar Jónasson er mest selda glæpasaga vikunnar í Frakklandi og Þagnarmúr eftir Arnald Indriðason er í öðru sæti. Þetta er önnur vikan í röð sem Mistur er á toppnum en í fyrri viku var Þagnarmúr Arnaldar í sjöunda sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgefanda bókanna Bjartur & Veröld.

Í tilkynningunni segir að líklega sé þetta í fyrsta skipti sem tveir íslenskir höfundar raða sér í efstu sæti metsölulista erlendis.

Mistur er þó ekki eina bók Ragnars á lista yfir 100 mest seldu glæpasögur í Frakklandi í vikunni, en Þorpið er í 12. sæti og bækurnar Vetrarmein og Dimma lauma sér inn neðarlega á listann. Ragnar er því með fjórar bækur á lista yfir vinsælustu glæpasögurnar í Frakklandi þessa dagana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert