Töluverður erill var hjá lögreglu á miðbæjarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, frá Austurbæ og alveg út á Seltjarnarnes, og sjö gistu fangageymslur. Mikið var um hávaðatilkynningar og mál tengd ölvun á svæðinu.
Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur en annar þeirra hafði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi, að kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Þá var nokkuð um líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi. Einnig var tilkynnt var um hávaða og hugsanlegt fíkniefnamisferli.
Í Hafnarfirði var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir og einstaklingur stakk af frá umferðaróhappi.