Skjalasafn Ólafs Ragnars enn lokað

Ólafur Ragnar Grímsson á fundi í Hörpu í vetur.
Ólafur Ragnar Grímsson á fundi í Hörpu í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðamikið einkaskjalasafn Ólafs Ragnars Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, alþingismanns og ráðherra, sem hann afhenti Þjóðskjalasafninu fyrir tæpum sex árum, er enn lokað almenningi og fræðimönnum.

Um er að ræða stærsta einkaskjalasafn einstaklings í safninu. Það innihélt 223 kassa og þrjá fulla skjalaskápa þegar það kom til safnsins í júní 2016. Eftir flokkun og röðun er það 50 hillumetrar að lengd.

Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafnsins, segir að endanlegum frágangi og skráningu á skjalasafninu hafi lokið fyrir síðustu áramót. Upphaflega stóð til að ljúka þeirri vinnu fyrir árslok 2018. Ólafur Ragnar greiddi safninu 3,5 milljónir króna fyrir þessa vinnu.

Nánari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu sem kom út í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert