Þórður sækist eftir 3 til 4 sæti í Hafnarfirði

Þórður sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
Þórður sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Aðsend

Þórður Heimir Sveinsson lögmaður býður sig fram í 3-4 sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 

Þórður Heimir er 58 ára lögmaður og fjölskyldufaðir. Eiginkona hans er Sólveig Lilja Einarsdóttir Viðskiptafræðingur MBA og saman eiga þau þrjú börn. Þórður hefur búið með fjölskyldunni í Hafnarfirði um árabil og segist því gjörþekkja umgjörð og þarfir fjölskyldna á öllum aldri. Hann leggur áherslu á að styðja vel við þær.

Mæta þurfi ólíkum þörfum aldurshópa og tryggja framsækna og sveigjanlega þjónustu fyrir alla. Stuðla þurfi að áframhaldandi uppbyggingu á húsnæði fyrir alla aldurshópa og tryggja fjölbreytt tækifæri fyrir atvinnulífið. Styðja þurfi við áframhaldandi öflugt íþróttastarf og æskulýðsmál. Þá sé ekki síður mikilvægt að ýta undir jákvæðan bæjarbrag með áherslu á lýðheilsu og fjölbreytt lista- og menningarlíf.

Hann segir kveikjuna að framboðinu fyrst og fremst brennandi áhuga á málefnum Hafnarfjarðar og það viðhorf hans að vera stöðugt að gera gott betra, sem styðji við að hann eigi fullt er­indi í bæj­ar­stjórn. Hann telur farsælan lögmannsferil sinn góðan grunn og undanfara að enn farsælla starfi fyrir alla Hafnfirðinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert