Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.
Var farið fram á varðhald í þágu rannsóknar lögreglu á skotárás í miðborginni í nótt.
Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni, sem bætir við að rannsókn málsins miði vel.
Annar mannanna var úrskurðaður í varðhald til 11. mars, en hinn til 21. febrúar. Þriðji maðurinn, sem var handtekinn í tengslum við málið, er laus úr haldi lögreglu.
Mennirnir þrír eru fæddir á árunum 2002 og 2003 og þar með er enginn þeirra eldri en tvítugur.
Einn drengjanna skaut mann í brjóstið. Var hinn særði fluttur á sjúkrahús til aðgerðar en er ekki talinn í bráðri hættu. Um og yfir tíu lögreglumenn vopnuðust vegna aðstæðna, að því er segir á vef vísis.