Vígðu nýja skíðagöngubraut við Elliðavatn

Ungir sem aldnir skelltu sér á gönguskíði.
Ungir sem aldnir skelltu sér á gönguskíði. Ljósmynd/Aðsend

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skíðagöngufélagið Ullur efndu til skíðagöngudags við Elliðavatnsbæinn í gær. Tilefnið var að vígja nýja skíðagöngubraut við Elliðavatn.

Gestum gafst kostur á að fá lánuð gönguskíði til að prófaÞá var börnum boðið upp á leiðsögn og skíðaleiki. 

Íslendingar virðast vera áhugasamir um skíðagöngu.
Íslendingar virðast vera áhugasamir um skíðagöngu. Ljósmynd/Aðsend

Mikil bót fyrir skíðagönguiðkendur

Í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Skíðagöngufélaginu Ulli segir að tilefni skíðagöngudagsins hafi verið að vígja nýja 2,4 km skíðagöngubraut sem tengir Hjallahringinn við Elliðavatnsbæinn en leiðin þangað er jafnan rudd þegar færð er slæm.

Brautin var gerð á síðasta ári með styrk frá Orkuveitu Reykjavíkur en hefur ekki verið nýtt fyrr en nú.

„Þessi nýja tenging er til mikilla bóta fyrir skíðagönguiðkendur sem ekki eru lengur háðir færð að Hjallahringnum eins og áður. Undanfarna daga hafa verið frábærar aðstæður til skíðagönguiðkunar sem fjölmargir hafi notið, enda er alltaf skjól í skóginum,“ segir í tilkynningunni.

Nýja tengibrautin er samstarfsverkefni Skógræktarfélags Reykjavíkur, Orkuveitu Reykjavíkur og Skíðagöngufélagsins Ullar.

Hægt er að fylgjast með því þegar brautir eru troðnar á Skisporet.no.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert