Aldrei fleiri starfsmenn Landspítala í einangrun

302 starfsmenn Landspítala eru frá vegna Covid-sýkingar.
302 starfsmenn Landspítala eru frá vegna Covid-sýkingar. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

41 sjúklingur liggur á Landspítala með Covid-19, þar af eru tveir á gjörgæslu og er annar þeirra í öndunarvél.

Þetta kemur fram á vef spítalans.

Meðalaldur þeirra sem liggja inni er 63 ár.

7.347 sjúklingar eru í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.264 börn. Allir sem greinst hafa með sjúkdóminn og eru með virkt smit eru undir eftirliti deildarinnar.

Þá eru 302 starfsmenn spítalans frá vinnu í einangrun vegna Covid-sýkingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert