Búast má við vaxandi vindi á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut frá því klukkan fjögur í dag, en búast má við um og yfir 20 m/s á þessum slóðum. Eftir það hlánar og mun vindur ganga niður nærri miðnætti.
Undir Eyjafjöllum má búast við mjög hvössu veðri, en búast má við að þar verði hviður um 35-40 m/s síðdegis og fram á nótt í dag.