Anna Hildur Guðmundsdóttir er nýr formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit verður varaformaður.
Anna Hildur starfaði um árabil sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ og hefur frá 2018 gegnt sama starfi á fjölskyldusviði Akureyrarbæjar.
Þráinn, sem er afbrotafræðingur að mennt, hefur verið framkvæmdastjóri Verndar fangahjálpar í rúm tuttugu ár.
Voru þau kosin á fundi aðalstjórnar samtakanna í dag en Anna tekur við af Einari Hermannssyni sem nýlega sagði af sér og Þorsteinn kemur inn fyrir Sigurð Friðriksson sem er í veikindaleyfi.
Bryndís Rós Morrison og Sigurður Ragnar Guðmundsson voru jafnframt kosin ný inn í framkvæmdastjórn.
Þau Anna Hildur og Þráinn taka við hlutverki formanns og varaformanns fram að aðalfundi SÁÁ, sem áformað er að halda í vor.
Á aðalfundinum verður þriðjungur 48 manna aðalstjórnar samtakanna endurnýjaður. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund mun hún koma til með að kjósa að nýju formann og varaformann SÁÁ úr sínum hópi svo og fulltrúa í framkvæmdastjórn.