„Ég þurfti að berjast fyrir ástinni“

Margrét Pála Ólafsdóttir eða Magga Pála, eins og hún er jafnan kölluð, ræddi mikið um ástina í sinni fjölbreyttu mynd í Dagmálum, frétta- og menn­ing­ar­lífsþætti Morg­un­blaðsins sem kom út í dag á sjálfan Valentínusardaginn. Sjálf þekkir hún það á eigin skinni hvernig það er að þurfa að berjast fyrir ástinni en hún áttaði sig á því að hún væri samkynhneigð ung að aldri, snemma á níunda áratugnum, á tíma sem samkynhneigðir lifðu við bág kjör og virðingarleysi. 

Ástin, í sinni fjölbreyttu mynd, er að hennar mati hreyfiafl heimsins. 

„Þessi ást sem við finnum fyrir gagnvart börnum er mikilvægasta aflið til þess að við fáum einhverja góða framtíð hérna. Ég meina það þegar ég segi: Þegar við hugsum og tölum um börn eigum við ekki að hugsa með neinu nema hjartanu,“ segir Magga Pála.

Ástarhneigð og tilfinningafrelsi

Sjálf valdi hún að nota orðið ástarhneigð í tengslum við kynhneigð sína og lagði áherslu á svokallað tilfinningafrelsi þegar kom að baráttu samkynhneigðra.

„Við eigum öll rétt á okkar tilfinningum og ást og kynhneigð og hverju sem er. En að fá fólk til að skilja að þetta snerist í sinni víðustu mynd um frelsi, tilfinningafrelsi og ástarhneigð – já, ég þurfti að berjast fyrir ástinni!“ segir Magga Pála einlæg í viðtalinu en hún segir að ofan á það hafi hún þurft að berjast fyrir ást sinni til dóttur sinnar í forræðisdeilu eftir að hún viðurkenndi fyrir fyrrverandi eiginmanni sínum að hún væri lesbía. 

Hlusta má á viðtalið við Möggu Pálu í heild sinni hér. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert