Jarðskjálfti á suðvesturhorninu

Skjálftinn reið yfir vestur af Hveragerði.
Skjálftinn reið yfir vestur af Hveragerði. Kort/map.is

Jarðskjálfti reið yfir undir Hellisheiði, skammt vestur af Hveragerði, klukkan 23.50.

Jarðskjálftinn var 3,1 að stærð samkvæmt mælingum Veðurstofu.

Hann átti upptök sín á 4,2 km dýpi, nánast beint undir hringveginum rétt austur af Hveradölum.

Varð skjálftans meðal annars vart í Hveragerði, víðar á Suðurlandi og í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins, en tilkynningar þess efnis hafa borist Veðurstofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert