Land rís enn á Reykjanesskaga

Snævi þakinn Reykjanesskaginn séður úr gervihnetti á laugardag. Vinstra megin …
Snævi þakinn Reykjanesskaginn séður úr gervihnetti á laugardag. Vinstra megin við miðju má sjá hvernig hraunið bræðir enn af sér fönn. Ljósmynd/LANDSAT-8

Landið er enn að rísa á Reykja­nesskaga, en sér­fræðing­ar Veður­stof­unn­ar fylgj­ast vel með landrisi víðs veg­ar um landið. Í Öskju og við Grím­svötn virðist ekk­ert lát á landrisi, sem gef­ur vís­bend­ing­ar um virkni í eld­stöðvun­um.

Land hef­ur risið á Reykja­nesskaga bæði fyr­ir og eft­ir gosið sem varð í fyrra, og al­veg þar til nýtt kvikuinn­skot átti sér stað fyr­ir ára­mót. Síðan þá er landrisið hafið að nýju.

„Það er landris sem á ræt­ur á tals­verðu dýpi. Merk­ismiðjan á því er ein­hvers staðar á þessu svæði und­ir Fagra­dals­fjalli. Það er mjög erfitt að staðsetja það ná­kvæm­lega. Þetta vænt­an­lega þýðir að það er kviku­söfn­un á dýpi, ætli það sé ekki svona 12-16 kíló­metra dýpi,“ seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, sér­fræðing­ur Veður­stof­unn­ar í jarðskorpu­hreyf­ing­um.

Sam­band hef­ur rofnað við flest­ar mælistöðvar Veður­stof­unn­ar í Öskju en merki ber­ast þó frá einni stöð, sem er utan í Öskju. Þar seg­ir Bene­dikt að enn sjá­ist merki um landris og lít­il merki um að hægja sé á því. „En við get­um ekki sagt ná­kvæm­lega til um hvernig það er að þró­ast af því að þetta er bara ein stöð sem er lengra frá. En miðað við það sem við sáum áður en við misst­um stöðvarn­ar út er nokkuð ljóst að það bend­ir allt til þess að land sé enn að rísa. Það er langlík­leg­ast að við séum að sjá kviku­söfn­un á um þriggja kíló­metra dýpi kannski.

Það þarf ekki að þýða að það ger­ist neitt á næst­unni, en oft og tíðum er eng­inn fyr­ir­vari, þetta ger­ist frek­ar snöggt. Þannig að það er lítið annað að gera en að fylgj­ast með þeirri at­b­urðarás.“

Þótt viðvör­un­arstig við Grím­svötn sé grænt á ný seg­ir Bene­dikt að þar geti gosið hvenær sem er. „Við sjá­um enn þá landris og skjálfta­virkn­in er að aukast. Það ætti ekki að koma neitt á óvart þótt það gysi upp úr þurru. Það er yf­ir­leitt stutt­ur aðdrag­andi að gosi í Grím­svötn­um, auk­inn órói og skjálfta­virkni. Menn eru yf­ir­leitt bún­ir að sjá það áður en gosið kem­ur upp, en það eru bara nokkr­ir klukku­tím­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert