Myndskeið sýndu börn í slagsmálum

Lögreglan starfaði með barnavernd Árborgar vegna málsins.
Lögreglan starfaði með barnavernd Árborgar vegna málsins. mbl.is/Eggert

Lögreglan var í nánu samstarfi við barnavernd Árborgar í síðustu viku vegna myndskeiða sem fundust. Þau sýna ofbeldi barna hvert gegn öðru á Selfossi.

Vísbendingar eru um að nokkuð sé um að boðað sé til átaka, þau í framhaldinu tekin upp og þeim síðan deilt á samfélagsmiðlum eða á einstökum síðum á netinu.

Börnin sem komu við sögu í umræddum málum voru fengin á lögreglustöð þar sem rætt var við þau ásamt foreldrum þeirra og barnavernd.  

„Viðkomandi hafa ekki náð sakhæfisaldri en það dregur ekki úr alvarleika málsins,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Þar eru foreldrar hvattir til að ræða við börnin sín og gera þeim grein fyrir alvarleika slíkra mála. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert