Rafknúinn Kona fyrir þingmenn

Logi Einarsson (t.h.) tók við fyrsta rafbílnum hjá bílaleigu Hertz.
Logi Einarsson (t.h.) tók við fyrsta rafbílnum hjá bílaleigu Hertz. mbl.is

Hertz á Íslandi hefur nýlega gert samning við Alþingi um langtímaleigu á rafbílum af gerðinni Hyundai Kona, árgerð 2022. Alþingi er þátttakandi í verkefninu „Grænum skrefum“ sem er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni með því að auka hlut bifreiða sem ganga fyrir umhverfisvænum orkugjöfum. Verkefnið er á vegum Umhverfisstofnunar og eru yfir 150 stofnanir aðilar að því.

Hertz afhendir í fyrsta áfanga níu rafbíla en í heild er reiknað með 19 bílum. Meðfylgjandi mynd er frá afhendingu fyrsta bílsins er Logi Einarsson þingmaður tók við lyklum úr hendi Eysteins Freys Júlíussonar, viðskiptastjóra hjá Hertz.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert