Siðanefnd Háskólans segir af sér

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

Siðanefnd Há­skóla Íslands hef­ur sagt af sér eft­ir að Jón Atli Bene­dikts­son Há­skóla­rektor greindi frá þeim skiln­ingi, að hún hefði enga lög­sögu í mál Berg­sveins Birg­is­son­ar rit­höf­und­ar gegn dr. Ásgeiri Jóns­syni Seðlabanka­stjóra. Siðanefnd­in hafði litið svo að hún hefði eitt­hvað til þeirra mála að leggja þar sem Seðlabanka­stjóri væri í virku ráðning­ar­sam­bandi við Há­skól­ann (HÍ), þó hann væri í lang­tíma launa­lausu leyfi þaðan. Þegar Há­skóla­rektor komst að önd­verðri niður­stöður taldi hún sér ekki sætt leng­ur.

Siðanefnd­in samþykkti af­sögn­ina sam­hljóða á fundi hinn 7. fe­brú­ar síðastliðinn og sendi þrem­ur dög­um síðar frá sér yf­ir­lýs­ingu um hana til skip­un­araðila í Há­skól­an­um, en einnig var hún kynnt málsaðilum, svo þeir gætu kynnt sér frek­ari af­drif máls­ins.

Formaður siðanefnd­ar HÍ er skipaður af há­skólaráði sam­kvæmt til­nefn­ingu rektors, en Fé­lag há­skóla­kenn­ara og Fé­lag pró­fess­ora skipa hvort um sig einn nefnd­ar­mann. Í nefnd­inni sátu þau Skúli Skúla­son formaður, Henry Al­ex­and­er Henry­son og Sól­veig Anna Bóas­dótt­ir. Yf­ir­lýs­ing­in, sem Morg­un­blaðið hef­ur séð, hef­ur ekki verið birt op­in­ber­lega.

Spurn­ing um lög­sögu nefnd­ar­inn­ar

Þegar siðanefnd tók málið upp á sín­um tíma óskaði Seðlabanka­stjóri eft­ir frá­vís­un máls­ins, m.a. á þeirri for­sendu að nefnd­in hefði ekki yfir sér að segja. Nefnd­in féllst ekki á það, þar sem ráðning­ar­sam­band hans við HÍ væri enn til staðar, hvað sem liði launa­lausu leyfi hans til lang­tíma meðan hann gegndi embætti Seðlabanka­stjóra.

Há­skóla­rektor var ekki sam­mála þess­um skiln­ingi og rök­studdi það skrif­lega. Þeir sem rektor hefði veitt launa­laust leyfi á grund­velli verklags­reglna HÍ til þess að taka að sér launuð störf ann­ars staðar væru ekki leng­ur und­ir sinni stjórn eða boðvaldi og hefðu ekki þær skyld­ur, sem þeir hefðu meðan þeir störfuðu við Há­skól­ann. Segja mætti að ráðning­ar­sam­bandið við HÍ legðist í dvala við leyf­is­veit­ing­una, en raknaði úr rot­inu þegar störf­um á hinum vett­vangn­um lyki og viðkom­andi kysi að snúa aft­ur til fyrri starfa hjá HÍ.

Í verklags­regl­um Há­skól­ans er kveðið á um að verða megi við ósk­um starfs­manna um að hverfa til ann­ara tíma­bund­inna starfa í launa­lausu leyfi, sem þá haldi rétti til þess að snúa aft­ur í fyrra starf að því loknu.

Mest hef­ur borið á slík­um leyf­um vegna ým­issa embætt­is­starfa utan HÍ, bæði kjör­inna og skipaðra. Auk Ásgeirs má nú helst nefna Guðna Th. Jó­hann­es­son, for­seta Íslands, og Ró­bert Spanó, dóm­ara við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Við blas­ir að aðfinnsl­ur um embætt­is­störf þeirra eða skrif í eig­in nafni ættu hvorki er­indi til Há­skóla­rektors né siðanefnd­ar HÍ.

Berg­sveinn Birg­is­son sakaði Ásgeir um það í des­em­ber, að hafa í bók sinni Eyj­an hans Ing­ólfs um land­nám Íslands greint frá hug­mynd­um sem væru sín­ar án þess að til­greina það sér­stak­lega og skaut mál­inu m.a. til siðanefnd­ar Há­skól­ans. Eft­ir nokkra umþótt­un tók nefnd­in það upp, þar sem Ásgeir væri í leyfi sem dós­ent við hag­fræðisvið fé­lags­vís­inda­deild­ar HÍ þó hann starfaði á öðrum vett­vangi. Því var mót­mælt af hálfu Ásgeirs, sem taldi málið ekki heyra und­ir hana, og sagði að ágrein­ing þeirra bæri frem­ur að út­kljá fyr­ir dóm­stól­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka