Þrjú ný trúfélög skráð hér á landi

Meðal þeirra lífsskoðunar- og trúfélaga sem voru skráð hér á …
Meðal þeirra lífsskoðunar- og trúfélaga sem voru skráð hér á landi í fyrra var Menningarfélag Gyðinga á Íslandi. AFP

Þrjú ný trúfélög voru skráð hér á landi á síðasta ári. Á síðustu fimm árum hafa tíu ný trúfélög verið skráð hér á landi, en eitt til þrjú félög hafa verið skráð hvert ár. Á síðasta ári bættust við félögin; ICCI (Islamic cultural centre of Iceland), Menningarfélag gyðinga á Íslandi og Wat Phra Dhammakaya búddistasamtökin á Íslandi. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum Hagstofunnar um skráningu í lífsskoðunar- og trúfélög.

Þjóðkirkjan er eftir sem áður lang fjölmennasta lífsskoðunar- og trúfélag landsins, en 229.669 eru skráðir í félagið, eða 62,3% landsmanna. Frá árinu 2018 hefur fækkað um rúmlega 6.800 í Þjóðkirkjunni, en það ár voru 70% landsmanna skráðir í félagið.

Kaþólska kirkjan er næst stærsta lífsskoðunar- og trúfélag landsins, en 14.658 eru skráðir í félagið. Félagar í Fríkirkjunni í Reykjavík eru 10.020 og í Fríkirkjunni í Hafnarfirði eru nú 7.338 

Undir flokknum önnur trúfélög og ótilgreint eru nú 55.324. Þá eru í flokknum utan trú- og lífskoðunarfélaga nú 27.919. Samtals eru í þessum flokkum því 83.243 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert