Tollar tvöfalda verð rósa

Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru …
Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar.

Febrúar er stærsti blómasölumánuður ársins en innlend framleiðsla annar engan veginn eftirspurn og undanfarin ár hefur því þurft að flytja inn 30 til 35 þúsund rósir í febrúar.  Mörgum finnst líka vöndurinn dýr. Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar.

Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda en bent er á að í mánuðinum eru bæði Valentínusardagur og konudagurinn.

Þar segir að innlend framleiðsla mæti ekki aukinni eftirspurn eftir blómum en í fyrra var flutt inn um 86% meira af rósum en árið 2019, eða um 93 þúsund stykki.

„Ætla má að hver rós kosti innflytjandann 164 krónur að meðaltali, komin til landsins. Ofan á þá tölu leggjast 144 krónur í tolla. Tollar tvöfalda því næstum því innkaupsverðið og hafa áhrif á útsöluverðið sem því nemur,“ segir á vefnum. 

FA hefur ítrekað áskoranir sínar til stjórnvalda um að endurskoða blómatollana til að stuðla að heilbrigðri samkeppni og lægra verði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert