Uppgötvuðu að þær myndu skilja með þessu áframhaldi

„Ef ég ætti að gefa ráð er það að vera á verði. Hjá okkur einhvern veginn hefur það verið að muna eftir því að þú kannt raunverulega að meta það að hafa þessa manneskju inni í lífinu þínu. Bara á hverjum einasta degi,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir eða Magga Pála innt eftir ráðum um það hvernig hún hefur haldið ástinni gangandi í yfir 30 ár með eiginkonu sinni Lilju, í Dagmálum, viðtalsþætti Morgunblaðsins.

Ákváðu að fara í fjarbúð og bjarga sambandinu

Segist hún hafa þurft að læra þetta „the hard way“ eins og hún orðaði það en um miðbik sambandsins segir hún að þær Lilja hafi byrjað að eiga í erfiðleikum með sambandið en ákváðu þó ekki að gefast upp.

„Við vorum farnar að gliðna aðeins í sundur og fara í sitt í hvora áttina. Við uppgötvuðum að með þessu áframhaldi myndum við örugglega skilja,“ segir Magga Pála en hún segir að fjarbúð hafi verið lausnin hjá þeim sem varð til þess að þær uppgötvuðu að þær vildu alls ekki vera án hvor annarrar.

„Skilnaður verður nefnilega aldrei bara einn tveir og þrír. Það er alltaf búinn að vera langur langur aðdragandi. Og við áttuðum okkur á því að við værum bara á hraðri leið niður þessa brekku,“ segir Magga Pála. „Við vildum það ekki. Við vildum bara gera hvað sem var,“ segir hún.

Hún mælir hiklaust með að fólk hikaði ekki við að fara í sambands- og hjónabandsráðgjöf í tíma og að fólk væri alltaf vakandi fyrir sambandinu.

Allt viðtalið við Möggu Pálu má sjá hér. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert