Ákærður fyrir að hafa ekki gefið upp 54 milljóna tekjur

Héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari. mbl.is/Hjörtur

Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á sjötugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur frá tveimur félögum um 54,4 milljónir á árunum 2017 til 2019, en bæði félögin voru áður starfandi í byggingar- og verktakageiranum en hafa verið úrskurðuð gjaldþrota.

Samkvæmt ákæru málsins er maðurinn sakaður um að hafa komið sér hjá því að telja fram tekjur upp á 13,3 milljónir árið 2017 og þannig komist hjá tekjuskatti og útsvari upp á 5,5 milljónir. Árið 2018 er hann sakaður um að hafa ekki talið fram 24 milljónir í tekjur og þannig komist hjá 10,1 milljón í tekjur og árið 2019 er hann sakaður um að hafa ekki talið fram 17 milljónir í tekjur og þar með ekki greitt 7 milljónir í skatta.

Er hann ákærður fyrir að hafa nýtt fjármunina í eigin þágu og eftir atvikum í þágu annarra, en hann tók á þessu sama tímabili út 14,2 milljónir í reiðufé út af bankareikningum sínum, segir í ákærunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert