Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa veist að dreng sem var þá 13 ára gamall.
Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi klipið drenginn í báðar rasskinnar utanklæða, gripið í stuttbuxur hans og nærbuxur og togað þær harkalega upp. Þá hafi hann einnig snúið drenginn niður, sett hné sitt á maga hans og klipið hann fast í báðar rasskinnar.
Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar, en auk þess fer móðir drengsins, fyrir hans hönd, fram á 800 þúsund krónur í miskabætur í einkaréttarkröfu.