Ákærður fyrir skattabrot í veitingarekstri

Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru í málinu.
Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru í málinu. mbl.is/Ófeigur

Karlamaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir skattalagabrot í tengslum við rekstur á einkahlutafélagi sem hann var í forsvari fyrir og var í veitingarekstri. Samkvæmt ákæru málsins er maðurinn sakaður um að hafa ekki staðið skil á 9,7 milljónum í opinber gjöld árið 2019 og fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 6 milljónir sama ár.

Samtals er því um að ræða 15,7 milljónir, en maðurinn er jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning af brotunum í þágu rekstrar félagsins.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota í lok árs 2019 og var skiptum þess lokið fyrir árslok 2020. Samkvæmt síðasta ársreikningi þess, fyrir árið 2018, var tap þess árs 7,3 milljónir, en hagnaður hafði verið árið áður upp á 12,7 milljónir. Félagið var hins vegar með neikvætt eigið fé í árslok 2018 upp á 43 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert