Barni bjargað upp úr sprungu á Þingvöllum

Björgunarsveitir af suðvesturhorni landsins voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að hjálparbeiðni barst frá Þingvöllum, þar sem barn hafði fallið ofan í sprungu við norðurenda vatnsins, nærri Hakinu.

Búið er að ná barninu upp úr sprungunni og virðist það, eftir því sem mbl.is kemst næst, vera við góða heilsu. Í samtali við mbl.is sagði Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg, að mun betur hafi farið en á horfðist.

Fyrstu björgunarsveitarmenn komu á vettvang um klukkan tvö en skömmu eftir það voru aðstæður metnar og aðstoð frá höfuðborgarsvæðinu var afturkölluð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka