Ekið var á dreng í grennd við Gerðaskóla í Garði á Reykjanesi um klukkan átta í morgun. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítala.
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er ekki vitað hversu alvarleg meiðsl hans eru en búið er að hafa samband við aðstandendur vegna málsins.
Fréttablaðið greindi fyrst frá.