Ekið á barn við Gerðaskóla í Garði

mbl.is/Eggert

Ekið var á dreng í grennd við Gerðaskóla í Garði á Reykjanesi um klukkan átta í morgun. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítala.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er ekki vitað hversu alvarleg meiðsl hans eru en búið er að hafa samband við aðstandendur vegna málsins.

Fréttablaðið greindi fyrst frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert