Lögfræðingum Rauða krossins sagt upp

Rauði krossinn sinnir hælisleitendum.
Rauði krossinn sinnir hælisleitendum. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Samningur dómsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um réttaraðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur ekki verið framlengdur. Samningurinn rennur út 30. apríl, en öllum lögfræðingum Rauða krossins hefur verið sagt upp störfum. 

Þetta kemur fram á vef Vísis

Óvíst er hvert framhaldið verður í málaflokknum, en Rauði krossinn hyggst taka þátt í útboði á þjónustunni verði að því. 

Vísir hefur eftir Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að farið verði í útboð yfir höfuð. Þjónustan sé ekki útboðsskyld, en breytingar í málaflokknum séu á döfinni og því hafi verið ákveðið að framlengja samninginn við Rauða krossinn ekki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka