Lögregla segir málið í hefðbundnum farvegi

Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í …
Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í yfirheyrslu vegna meintra brota á friðhelgi einkalífsins. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum, Þóra Arn­órs­dóttiur, rit­stjóri Kveiks á Rík­is­út­varp­inu og Þórður Snær Júlí­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans. Samsett mynd

Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, sem boðað hefur fjóra blaðamenn í yf­ir­heyrslu fyr­ir meint brot á lög­um um friðhelgi einka­lífs­ins í um­fjöll­un­um sín­um, segir málið í hefðbundnum farvegi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sendi frá sér fyrr í dag.

Eins og mbl.is greindi frá í gær hefur Lög­regl­an á Norður­landi eystra, sem hef­ur aðset­ur á Ak­ur­eyri, boðað fjóra blaðamenn í yf­ir­heyrslu fyr­ir meint brot á lög­um um friðhelgi einka­lífs­ins í um­fjöll­un­um sín­um um aðferðir „skæru­liðadeild­ar Sam­herja“ gegn blaðamönn­um.

Í yfirlýsingu embætti Lögreglustjórans segir að embættið sé með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og að málið sé í hefðbundnum farvegi.

Þá segir að liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslatökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál.

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að vegna rannsóknarhagsmuna muni embættið ekki veita frekari upplýsingar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert