Meirihluti hlynntur brottvikningu við ásakanir

75 prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Prósents segjast hlynnt því að einstaklingum sem hafi verið ásakaðir um kynferðisbrot verði vikið úr stjórnunarstörfum eða stjórnum fyrirtækja og félaga.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki hlynnt né mótfallin en 10 prósent eru því andvíg.

65 prósent karlmanna sögðust hlynntir því að einstaklingar sem sakaðir eru um kynferðisbrot væru látnir víkja en 85 prósent kvenna.

Í frétt Fréttablaðsins kemur enn fremur fram að ungt fólk er hlynntara því að stjórnendur og stjórnarmenn þurfi að axla ábyrgð komi ásökun upp á yfirborðið en um 80 prósent eru á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert