Talning hafin og tölur væntanlegar innan skamms

Enginn frambjóðenda er staddur á sama stað.
Enginn frambjóðenda er staddur á sama stað. mbl.is

Talning er hafin og niðurstöður úr stjórnarkjöri Eflingar eru væntanlegar fyrir klukkan tíu. 

Flestir kusu rafrænt og mun talningin því taka styttri tíma en ella. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um kosningaþátttöku. 

Talning er hafin og niðurstöður úr stjórnarkjöri Eflingar eru væntanlegar fyrir klukkan tíu. 

Talningin fer fram bak við luktar dyr.

B-listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur stendur fyrir kosningavöku á Barion, bryggjunni, en Ólöf Helga Adolfsdóttir og A-listinn eru stödd í Eflingarhúsinu að Guðrúnartúni 1. Guðmundur Jónatan Baldursson er staddur heima hjá sér.

Bæði A og B listinn segjast sigurvissir en öðru gegnir um C-listann. 

Frambjóðendur A-listans bíða örlaga sinna í höfuðstöðvum Eflingar.
Frambjóðendur A-listans bíða örlaga sinna í höfuðstöðvum Eflingar. Kristinn Magnússon

Uppfært 22:10

Búið er að telja öll þau atkvæði sem greidd voru á staðnum. Nú er verið að keyra þau í gegnum kerfi Advania ásamt rafrænum ákvæðum. Það ferli hefur tekið lengri tíma en ætlað var svo niðurstöður ættu að birtast á næstu fimmtán mínútum.

Fyrir liggur að hvorki frambjóðendur B né C listans munu mæta upp í hús Eflingar þar sem talningin fer fram. Mikil spenna er aftur á móti í loftinu hjá A-listanum sem bíður eftir niðurstöðum.

Uppfært 22:51

Úrslitin eru væntanleg eftir fimm mínútur.

Ólöf styttir sér biðina með hjálp snjallsímans.
Ólöf styttir sér biðina með hjálp snjallsímans. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert