Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ráðið Teit Björn Einarsson lögfræðing og varaþingmann Sjálfstæðisflokksins sem aðstoðarmann sinn.
Þetta staðfesti Brynjar Níelsson, sem fyrir er aðstoðarmaður Jóns, í samtali við Kjarnann.
Teitur var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi árið 2016. Hann hefur frá árinu 2017 verið varaþingmaður flokksins og sat hann í þriðja sæti á lista flokksins í Alþingiskosningunum síðastliðið haust.
Teitur hefur áður starfað sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra auk þess sem hann hefur starfað á lögmannsstofunum Logos og Opus.