Teitur Björn nýr aðstoðarmaður Jóns

Teitur Björn Einarsson.
Teitur Björn Einarsson.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ráðið Teit Björn Einarsson lögfræðing og varaþingmann Sjálfstæðisflokksins sem aðstoðarmann sinn. 

Þetta staðfesti Brynjar Níelsson, sem fyrir er aðstoðarmaður Jóns, í samtali við Kjarnann. 

Teitur var kjör­inn á þing fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi árið 2016. Hann hefur frá árinu 2017 verið vara­þing­maður flokks­ins og sat hann í þriðja sæti á lista flokksins í Alþingiskosningunum síðastliðið haust. 

Teitur hefur áður starfað sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra auk þess sem hann hefur starfað á lögmannsstofunum Logos og Opus. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert