Trúnaðarbrestur hafi orðið milli rektors og siðanefndar

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is

„Þetta er alrangt og ég vísa þessu al­farið á bug. Ég hef ekki haft nein af­skipti af þessu máli og það er ekki á mínu borði,“ seg­ir Jón Atli Bene­dikts­son rektor Há­skóla Íslands í sam­tali við Morg­un­blaðið og staðfest­ir af­sögn siðanefnd­ar Há­skóla Íslands vegna máls Berg­sveins Birg­is­son­ar rit­höf­und­ar gegn dr. Ásgeiri Jóns­syni seðlabanka­stjóra.

Siðanefnd­in hef­ur sagt af sér eft­ir að Jón Atli greindi frá þeim skiln­ingi að hún hefði enga lög­sögu í mál­inu. Nefnd­in seg­ir í yf­ir­lýs­ingu, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, að trúnaðarbrest­ur hafi orðið milli sín og rektors, og að hann hafi lýst eig­in skoðun á mála­vöxt­um.

Jón Atli seg­ir það alrangt.

„Hins veg­ar fékk ég fyr­ir­spurn frá öðrum aðilan­um, sem er í launa­lausu leyfi frá Há­skól­an­um, um rétt­ar­stöðu hans og að sjálf­sögðu verð ég að svara slíku bréfi. Í því felst ekki að ég hafi nein efn­is­leg af­skipti af mál­inu; ég svara aðeins ein­faldri fyr­ir­spurn, líkt og mér ber að gera sem for­stöðumaður stofn­un­ar.“

Ekki und­ir stjórn HÍ

Þegar mál­inu var skotið til siðanefnd­ar HÍ leit hún svo á að það væri á sínu for­ræði, þar sem seðlabanka­stjóri væri í „virku ráðning­ar­sam­bandi“ við Há­skól­ann, þótt hann væri í launa­lausu lang­tíma­leyfi þaðan. Þegar há­skóla­rektor komst að önd­verðri niður­stöðu taldi hún sér ekki sætt leng­ur.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Rektor rök­studdi niður­stöðuna með því að þeir, sem veitt hefði verið launa­laust leyfi á grund­velli verklags­reglna HÍ til þess að taka að sér launuð störf ann­ars staðar, væru ekki leng­ur und­ir stjórn Há­skól­ans eða boðvaldi rektors og hefðu ekki þær skyld­ur, sem þeir höfðu meðan þeir störfuðu við Há­skól­ann. Meðal annarra há­skóla­manna í sams kon­ar leyfi frá HÍ og dr. Ásgeir má nefna Guðna Th. Jó­hann­es­son for­seta og Ró­bert Spanó, dóm­ara við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.

Siðanefnd­in samþykkti af­sögn­ina sam­hljóða á fundi hinn 7. fe­brú­ar síðastliðinn og sendi þrem­ur dög­um síðar frá sér yf­ir­lýs­ingu um hana til skip­un­araðila í Há­skól­an­um og málsaðila. Hún hef­ur ekki komið fram ann­ars staðar og nefnd­ar­menn eru enn til­greind­ir á vef HÍ.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert