Vegurinn um Kjalarnes hefur verið opnaður fyrir umferð að nýju en honum hafði verið lokað vegna vonskuveðurs og ófærðrar fyrir klukkan sjö í gærmorgun.
Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að mjög þröngt sé á köflum, sérstaklega við Esjumela, og unnið sé að því að mokstri.
Færð á höfuðborgarsvæðinu virðist ágæt en þó varar Vegagerðin við því að stórir pollar hafi myndast víða, meðal annars í Ártúnsbrekku og við Engidal í Hafnarfirði.
Vegurinn um Þrengsli er opinn og byrjað er að ryðja Hellisheiði en stefnt er á opnun klukkan átta.