Enginn var með allar tölur réttar þegar dregið var út í Víkinglottó í kvöld en fyrsti vinningur voru rúmar 422 milljónir króna. Þá var enginn með annan vinning, sem voru rúmar 39 milljónir króna.
Þrír áskrifendur unnu þriðja vinning kvöldsins og fær hver um sig rúmar 600 þúsund krónur.
Þrír miðahafar voru með fjórar réttar tölur í jóker. Einn keypti miðann í Bláfelli á Sauðárkróki, einn í Lottó appinu og var sá síðasti í áskrift. Fær hver um sig hundrað þúsund krónur fyrir vikið.