Aukin kulnun og langvarandi veikindi

Brýnt er að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga.
Brýnt er að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Ófeigur

Brýnt er að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga til að koma í veg fyrir brottfall úr greininni og tryggja mönnun.

Þetta kemur fram í umsögn Félags hjúkrunarfræðinga um þingsályktunartillögu um greiningu á samúðarþreytu og tillögur að úrræðum.

„Auk gríðarlegs álags tengds faraldrinum þarf áfram að sinna þeim sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda og er þetta mikla álag farið að skila sér í uppsögnum hjúkrunarfræðinga, langvarandi veikindum og kulnun í starfi. Um 25% aukning er á umsóknum hjúkrunarfræðinga í styrktarsjóð Fíh milli 2020 og 2021 og hefur aldrei verið svo mikil,“ segir í umsögninni en þar kemur einnig fram að aldrei hafi jafn margir hjúkrunarfræðingar leitað til starfsendurhæfingarsjóðsins Virk og nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert