Eldur í iðnaðarhúsnæði í Sundahöfn

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði í Sundahöfn í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt og voru fjórar stöðvar sendar til að ráða niðurlögum eldsins.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra leit verkefnið ekki vel út í byrjun en húsnæðið var fullt af reyk.

Reykkafarar voru sendir inn með hitamyndavél en þeir fundu eld sem síðan gekk býsna greiðlega að slökkva.

Slökkvilið var einnig kallað út vegna elds í skólahúsnæði í Kópavogi á níunda tímanum í gærkvöldi. Eldurinn reyndist vera í gám utan skóla og tók skamma stund að slökkva eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert