Fjölmiðlar geti sinnt mikilvægu lýðræðishlutverki

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir brýnt að fjölmiðlar geti sinnt mikilvægu lýðræðishlutverki sínu og þannig stuðlað að málefnalegri umræðu í þjóðfélaginu.

„Undanfarin ár hef ég lagt áherslu á að styðja við fjölmiðla með þetta að markmiði og mun halda því ótrauð áfram,” segir Lilja Dögg í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.

Þar var hún innt eftir viðbrögðum vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintum brotum fjögurra blaðamanna gegn friðhelgi einkalífsins með skrifum sínum um „skæruliðadeild“ Samherja.

Fram kemur í svarinu að ráðherra tjái sig ekki um einstaka mál sem séu til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert