Gagnaversfyrirtækið Borealis data center hefur komið upp gervihnattastöð við gagnaver sitt á Blönduósi til að taka á móti gögnum frá gervitunglum, meðhöndla þau og hýsa. Hefur Borealis samið um þetta við ítalska fyrirtækið Leaf space, en í samningnum felst hýsing og rekstur á búnaði fyrir gervitunglafjarskipti.
Í tilkynningu frá félaginu segir að um sé að ræða samskiptabúnað, loftnetastöð og annan tæknibúnað sem sinnir móttöku og meðhöndlun gagna frá gervitunglum á sporbraut um jörðu. Allur búnaðurinn verður hýstur við gagnaverið á Blönduósi, en Borealis rekur bæði gagnaver við Blönduós og á Fitjum í Reykjanesbæ.
Segir jafnframt græn orka og öruggir innvirðir geri staðsetninguna ákjósanlega, auk þess sem hún geri Leaf space kleift að þjónusta stórt svæði á norðurslóðum.