Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV

Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ljósmynd/RÚV

Heiðar Örn Sigurfinnsson var í dag ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Tekur Heiðar við af starfinu Rakel Þorbergsdóttur, sem lét af störfum í nóvember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Fjórir sóttu um starf fréttastjóra en auk Heiðars voru það Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður, Þór Jónsson sviðsstjóri og Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Matthías Már Magnússon dagskrárstjóri Rásar 2.
Matthías Már Magnússon dagskrárstjóri Rásar 2. Ljósmynd/RÚV

Matthías Már Magnússon var ráðinn dagskrárstjóri Rásar 2 en fimm sóttu um starfið.

Það voru þau Ágúst Héðinsson verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson, breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir, sérfræðingur, Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2 og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert