Ók vélsleða á hús

Vélsleði. Mynd úr safni.
Vélsleði. Mynd úr safni. mbl.is/Kristján

Óskað var eftir aðstoð lögreglu skömmu fyrir klukkan sex í gærkvöldi í Mosfellsbæ en þar hafði vélsleða verið ekið á hús.

Ökumaður vélsleðans var ekki slasaður en einhverjar skemmdir urðu á húsinu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu þar sem farið er yfir helstu verkefni síðustu klukkustunda.

Þriggja bíla árekstur varð á sjötta tímanum í gærkvöldi í Hafnarfirði. Bílar eru töluvert skemmdir eftir óhappið og einn ökumaður leitaði á bráðamóttöku eftir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert