Segist ekki hafa gefið lögbrot í skyn hjá Þórði

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagssráðherra
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagssráðherra mbl.is/Unnur Karen

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist aldrei hafa gefið í skyn að Þórður Snær Júlíusson eða aðrir blaðamenn sem hafa verið boðaðir í yfirheyrslu hjá lögreglu hafi gert eitthvað af sér.

Þetta kemur fram í svari hans við twitterfærslu Þórðar Snæs, ritstjóra Kjarnans. Í færslunni segir Þórður það óvenjulega upplifun að formaður flokks eða ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að hann sé mögulega þjófur. Þar vísar hann í ummæli Bjarna um málið í gær og umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Þórður Snær segist í færslu sinni einfaldlega verið gefið að sök að skrifa fréttir og það hafi lögreglan staðfest í yfirlýsingu.

„Ég skrifa í eigin nafni og án samstarfs við aðra. Hvergi sagt eða gefið í skyn að þú hafir gert eitthvað af þér. Hvort tveggja rangt. Málið er til rannsóknar. Það er aðalatriðið. Nýtt fyrir mér að þjófnaður komi mögulega við sögu og er annað brot þú segir að þér sé gefið að sök,“ tísti Bjarni á móti.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert