Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann greinir frá því á facebook-síðu sinni.
„Jæja, eftir rúmlega tveggja ára heimsfaraldur náði veiran loks í skottið á mér. Hef haft það betra en vona að ég nái þessu fljótt úr mér,“ skrifar Sigurður Ingi.
Hann bætir því við að Suðurlandið skarti sínu fegursta, þar sem hann dvelur í einangrun.