Stefna Eflingu fyrir dóm

mbl.is

Þrjár kon­ur, fyrr­ver­andi starfs­menn Efl­ing­ar stétt­ar­fé­lags, hafa stefnt fé­lag­inu fyr­ir Héraðsdóm Reykja­vík­ur vegna meintra kjara­samn­ings­brota.

Stefn­end­ur eru Elín Hanna Kjart­ans­dótt­ir, Kristjana Val­geirs­dótt­ir og Anna Lísa Terraza en þeim var sagt upp störf­um hjá Efl­ingu og sagði Elín Hanna við Morg­un­blaðið í gær að þær hefðu stefnt Efl­ingu fyr­ir dóm vegna kjara­samn­ings­brota og annarr­ar ámæl­is­verðrar fram­komu.

Í færslu um málið á face­booksíðu sinni seg­ir Elín Hanna það vera „sorg­legt og ef­laust ein­stakt í sögu verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og ör­ugg­lega í fyrsta sinn sem starfs­menn stétt­ar­fé­lags höfða mál á hend­ur stétt­ar­fé­lagi sínu og vinnu­veit­anda vegna kjara­samn­ings­brota og fram­komu þáver­andi stjórn­enda í Efl­ingu, þeirra Viðars Þor­steins­son­ar og Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur. Í dag var Efl­ingu af­hent stefna frá mér og tveim öðrum fyrr­ver­andi sam­starfs­fé­lög­um mín­um. Stétt­ar­fé­lagi sem á að standa á bak við fé­lags­menn sína og verja þá gagn­vart brot­um á vinnu­markaði.“ 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert