Stefna Eflingu fyrir dóm

mbl.is

Þrjár konur, fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags, hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota.

Stefnendur eru Elín Hanna Kjartansdóttir, Kristjana Valgeirsdóttir og Anna Lísa Terraza en þeim var sagt upp störfum hjá Eflingu og sagði Elín Hanna við Morgunblaðið í gær að þær hefðu stefnt Eflingu fyrir dóm vegna kjarasamningsbrota og annarrar ámælisverðrar framkomu.

Í færslu um málið á facebooksíðu sinni segir Elín Hanna það vera „sorglegt og eflaust einstakt í sögu verkalýðshreyfingarinnar og örugglega í fyrsta sinn sem starfsmenn stéttarfélags höfða mál á hendur stéttarfélagi sínu og vinnuveitanda vegna kjarasamningsbrota og framkomu þáverandi stjórnenda í Eflingu, þeirra Viðars Þorsteinssonar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Í dag var Eflingu afhent stefna frá mér og tveim öðrum fyrrverandi samstarfsfélögum mínum. Stéttarfélagi sem á að standa á bak við félagsmenn sína og verja þá gagnvart brotum á vinnumarkaði.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert