Unnur Ösp til liðs við Kaptio

Unnur Ösp Ásgrímsdóttir.
Unnur Ösp Ásgrímsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Unnur Ösp Ásgrímsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður vörustjórnunar og hönnunar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kaptio. Unnur hefur síðastliðið ár starfað hjá Sendiráðinu sem yfirmaður stafrænnar notendaupplifunar. 

Hún hóf feril sinn í hönnun og þróun stoðtækja hjá Össuri og færði sig síðan yfir til hugbúnaðarfyrirtækisins Tempo, þar sem hún starfaði í tæp sex ár. Hjá Tempo leiddi Unnur teymi á sviði notendaupplifunar, ásamt því að taka þátt í vörustjórnun, vöruhönnun og stefnumótun, að því er fram kemur í tilkynningu.

Unnur er með M.Sc. í iðnhönnun frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Hún er gift Kristóferi Gunnlaugssyni, hagfræðingi hjá Seðlabankanum, og eiga þau fjögur börn.

Það eru áhugaverðir tímar í ferðatæknibransanum og ég er gríðarlega spennt fyrir því að koma inn í kraftmikið teymi hjá Kaptio. Ég vonast til að geta nýtt mína reynslu til þess að móta skapandi vöruteymi sem byggir þróun á sterkri vörustefnu, þörfum viðskiptavina og framúrskarandi notendaupplifun,“ er haft eftir Unni í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert