Aðeins þriðjungur lagður inn vegna Covid-19

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Af þeim 44 sem liggja nú smitaðir af kór­ónu­veirunni inni á Land­spít­ala var aðeins um þriðjung­ur, eða fimmtán manns, lagður inn vegna veik­inda af völd­um Covid-19 sjúk­dóms­ins.

Þá liggja 23 smitaðir sjúk­ling­ar á spít­al­an­um, sem ekki voru lagðir inn vegna Covid-19.

Loks treyst­ir spít­al­inn sér ekki til að skera úr um hvort sex aðrir sjúk­ling­ar, sem eru smitaðir af kór­ónu­veirunni, hafi verið lagðir inn á spít­al­ann vegna Covid-19 veik­inda eða af öðrum ástæðum.

Þetta má ráða af upp­gef­inni töl­fræði spít­al­ans.

Smit­um fjölg­ar og inn­lögn­um fækk­ar

Sú þróun held­ur því áfram sem mbl.is hef­ur áður greint frá, að inn­lögn­um á spít­al­ann vegna Covid-19 fækk­ar eða þá að fjöld­inn stend­ur nán­ast í stað, á sama tíma og fjöldi staðfestra smita í sam­fé­lag­inu hef­ur aldrei verið meiri.

Þannig var í gær greint frá met­fjölda smita. Og það met var slegið svo um mun­ar í dag.

Land­spít­al­inn veit­ir ein­ung­is upp­lýs­ing­ar um þess­ar ástæður inn­lagna á fimmtu­dög­um. Það hóf hann fyrst að gera í janú­ar síðastliðnum, í kjöl­far gagn­rýni fjöl­miðla á dræma upp­lýs­inga­gjöf.

Af þeim 36 sjúk­ling­um sem lágu inni á spít­al­an­um með kór­ónu­veiru­smit síðasta fimmtu­dag, höfðu fimmtán verið lagðir inn vegna Covid-19 sjúk­dóms­ins. 

Í vik­unni þar á und­an voru þeir 19, þar áður 20, og fimmtu­dag­inn 20. janú­ar voru þeir 23 tals­ins.

Ell­efu með örvun­ar­skammt

Af þeim fimmtán sem liggja inni og voru lagðir inn vegna Covid-19, þá hafa 11 verið bólu­sett­ir með örvun­ar­skammti.

Hinir fjór­ir flokk­ast sem ekki bólu­sett­ir sam­kvæmt skil­grein­ingu yf­ir­valda, þar sem þeir hafa annað hvort fengið einn eða eng­an skammt bólu­efn­is.

Land­spít­al­inn hef­ur gert þann fyr­ir­vara að þrátt fyr­ir að sjúk­ling­ur hafi upp­runa­lega ekki verið lagður inn vegna Covid-19 þá geti komið til þess að veik­indi af völd­um veirunn­ar verði al­var­leg, og jafn­vel leitt til þess að það þurfi að leggja viðkom­andi á gjör­gæslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert