Ekkert pósthús á stóru landsvæði

Pósthúsunum á Hvolsvelli og Hellu verður lokað í vor. 52 …
Pósthúsunum á Hvolsvelli og Hellu verður lokað í vor. 52 pósthús eru alls á landinu en fá eftir á Suðurlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar pósthúsum Íslandspósts verður lokað á Hellu og Hvolsvelli verður ekkert pósthús frá Selfossi að Höfn í Hornafirði. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis, segir þessa þjónustuskerðingu slæma þróun og bendir á að stöðugildin þrjú sem tapast við lokunina jafngildi um 200 á höfuðborgarsvæðinu.

Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandspósts, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að til standi að fækka einnig afgreiðslum en fjölga pósthólfum á höfuðborgarsvæðinu.

Á Hvolsvelli verða lögð niður tvö störf sem eru 1,75 stöðugildi og eitt fullt starf á Hellu.

Starfsfólkinu býðst vinna hjá Póstinum á Selfossi. Þá verður póstur afgreiddur úr bílum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert