100 starfsmenn Landspítala greindust í gær

409 starfsmenn spítalans voru í einangrun í morgun. Búist er …
409 starfsmenn spítalans voru í einangrun í morgun. Búist er við að 30 manns ljúki einangrun í dag. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Metfjöldi starfsmanna Landspítala greindist í gær með kórónuveiruna, eða alls 100 manns. Í morgun voru því 409 starfsmenn í einangrun sem er einnig met en von er á að 30 manns komi til baka úr henni seinna í dag.

Landspítali er á hættustigi en ekki hefur verið talin þörf á að hækka viðbúnaðarstigið þrátt fyrir að yfir 300 starfsmenn hafi verið frá vinnu vegna Covid-19 undanfarna daga.

Þær deildir sem eru hvað verst úti vegna mönnunarvanda eru smitsjúkdómadeild, fæðingardeild og heila-, tauga og bæklunarskurðdeild, að því er fram kemur í tilkynningu Landspítala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert