Á rétt rúmum tveimur mánuðum hafa 1.463 starfsmenn Landspítala verið skráðir í einangrun vegna Covid-19 en alls starfa 6.000 á Landspítala. Því hafa um 24% starfsmanna spítalans smitast frá 15. desember til dagsins í dag. Eru það helst hjúkrunarfræðingar sem hafa smitast eða 323, samkvæmt svari Landspítala við fyrirspurn mbl.is.
Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala segja verulegan vanda á höndum vegna veikinda og einangrunar starfsfólks spítalans.
Þá hefur bráðamóttakan farið sérstaklega illa út úr einangrun starfsfólks en 59 starfsmenn á þeirri deild smituðust af kórónuveirunni frá 15. desember til 16. febrúar.
Þeir 10 hópar sem smituðust helst á því tímabili voru eftirfarandi:
Mest var um smit á eftirfarandi 11 deildum á tímabilinu: