24% starfsfólks smituðust á tveimur mánuðum

Frá bráðamóttöku Landspítala. Á þeirri deild komu flest smit á …
Frá bráðamóttöku Landspítala. Á þeirri deild komu flest smit á meðal starfsmanna upp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á rétt rúmum tveimur mánuðum hafa 1.463 starfsmenn Landspítala verið skráðir í einangrun vegna Covid-19 en alls starfa 6.000 á Landspítala. Því hafa um 24% starfsmanna spítalans smitast frá 15. desember til dagsins í dag. Eru það helst hjúkrunarfræðingar sem hafa smitast eða 323, samkvæmt svari Landspítala við fyrirspurn mbl.is. 

Far­sótta­nefnd og viðbragðsstjórn Land­spít­ala segja verulegan vanda á höndum vegna veikinda og einangrunar starfsfólks spítalans. 

Þá hefur bráðamóttakan farið sérstaklega illa út úr einangrun starfsfólks en 59 starfsmenn á þeirri deild smituðust af kórónuveirunni frá 15. desember til 16. febrúar.

Þeir 10 hópar sem smituðust helst á því tímabili voru eftirfarandi:

  1. 323 hjúkrunarfræðingar 
  2. 146 starfsmenn sem ekki sinna klínískum störfum (forritarar, skrifstofufólk o.s.frv.)
  3. 118 sjúkraliðar 
  4. 83 sérhæfðir starfsmenn 
  5. 77 sérfræðilæknar 
  6. 71 ráðgjafi/stuðningsfulltrúi 
  7. 70 hjúkrunarnemar 
  8. 62 skrifstofumenn 
  9. 53 sérnámslæknar 
  10. 43 ljósmæður 

Mest var um smit á eftirfarandi 11 deildum á tímabilinu:

  1. 59 á bráðamóttöku 
  2. 43 á hjartadeild
  3. 34 í rannsóknakjarna
  4. 32 í framleiðslueldhúsi eða matargerð 
  5. 30 á fæðingarvakt 
  6. 26 á öldrunardeild H
  7. 25 á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 
  8. 24 á blóðlækningadeild 
  9. 23 á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 
  10. 23 á móttökugeðdeild
  11. 23 á smitsjúkdómadeild
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert