Veðurstofan spáir fremur hægum vindi á landinu í dag, frosti um allt land og éljaslæðingi norðaustantil. Þá er útlit fyrir að smám saman muni bæta í vind á morgun.
Víða verður hvassviðri og skafrenningur um landið sunnan- og vestanvert annað kvöld og dregur úr frosti á þeim slóðum en hæglætis veður og talsvert frost verður á Norður- og Austurlandi. Veðurstofan spáir því að frost verði á bilinu 0 til 20 stig, kaldast inn til landsins norðaustanlands.
„Þá er útlit fyrir að hvessi ennfremur allra syðst á landinu aðra nótt. Skil lægðarinnar sem veldur þessum vindi virðast lítið ná inná land sem er stór bót í máli,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.