Millistjórnandi PLAY sakaður um ofbeldi

Millistjórnanda hjá flugfélaginu PLAY hefur verið sagt upp störfum vegna …
Millistjórnanda hjá flugfélaginu PLAY hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um meint ofbeldi af hans hálfu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Millistjórnanda hjá flugfélaginu PLAY hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um meint ofbeldi af hans hálfu. Þetta herma heimildir mbl.is.

Samkvæmt heimildum mbl.is hafði hópur starfsmanna PLAY mælt sér mót á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur síðustu helgi að loknum vinnudegi. Þar hafi umræddur millistjórnandi svo beitt samstarfsmann sinn ofbeldi en sá er flugliði hjá félaginu.

Þá herma heimildir fréttastofu einnig að fast hafi verið tekið á málinu hjá stjórn flugfélagsins í vikunni enda um alvarlegar ásakanir að ræða. Endaði það svo að millistjórnandanum var sagt upp störfum. 

Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri PLAY, segist í samtali við mbl.is ekki geta tjáð sig um persónuleg málefni einstakra starfsmanna.

Ekki liggur fyrir hverskonar ofbeldi um var að ræða eða hvort málið hafi verið kært til lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert