Segir Öryrkjabandalagið í slagtogi við huldumenn

Garðar Sverrisson, formaður stjórnar Brynju, telur brögð í tafli við …
Garðar Sverrisson, formaður stjórnar Brynju, telur brögð í tafli við val í stjórn hússjóðsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Garðar Sverrisson, sem um langt skeið hefur setið í stjórn Hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Brynju, sakar stjórn bandalagsins og formann þess, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, um bolabrögð sem miði að því að koma réttu fólki í stjórn. Formaður ÖBÍ tilkynnti honum í upphafi árs að ákveðið hefði verið að skipta honum, ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum, þeim Arnþrúði Karlsdóttur og Ingveldi Jónsdóttur, út fyrir aðra nýja. Hefur Brynja hússjóður stefnt ÖBÍ fyrir dóm þar sem þess er krafist að afturköllun umboðs þremenninganna verði ógilt og skorað á bandalagið að kjósa með lögmætum hætti í stjórnina að nýju.

Í bréfi sem Garðar hefur skrifað til aðildarfélaga ÖBÍ, og Morgunblaðið fjallar um í dag, segir hann að upp sé komið „alvarlegt spillingarmál“ þar sem fólk þurfi að rísa upp til að verja hagsmuni hússjóðsins gagnvart „þeim sem nú vilja gera sér Hátúnslóðina að féþúfu og fjármagna skúffufyrirtæki huldumanna sem víða vilja hagnast á nýbyggingum“. Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins, er stórt og mikið félag en eignir sjóðsins eru metnar á u.þ.b. 30 milljarða króna og byggist sú eign einkum á 860 íbúðum sem flestar eru á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert