Segist ekki mega svara slíkum spurningum

„Ég tel mig heldur ekkert of góðan til þess að …
„Ég tel mig heldur ekkert of góðan til þess að svara spurningum lögreglu, eins og einhverjir e.t.v. halda,“ skrifar Arnar Þór. mbl.is/Valgarður Gíslason

Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, blaðamaður hjá Kjarn­an­um, seg­ist eng­ar áhyggj­ur hafa af fyr­ir­hugaðri yf­ir­heyrslu hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra næsta þriðju­dag. Arn­ar Þór er einn af þeim blaðamönn­um sem hef­ur rétt­ar­stöðu sak­born­ings fyr­ir meint brot á lög­um um friðhelgi einka­lífs­ins í um­fjöll­un­um sín­um um aðferðir „skæru­liðadeild­ar Sam­herja“ gegn blaðamönn­um.

Arn­ar Þór seg­ist í færslu á Face­book ekki hafa brotið nein lög „nema það sé orðið sak­næmt á Íslandi að taka þátt í því að flytja al­menn­ingi frétt­ir sem eiga er­indi. Ég tel mig held­ur ekk­ert of góðan til þess að svara spurn­ing­um lög­reglu, eins og ein­hverj­ir e.t.v. halda.“

Arn­ar seg­ist aft­ur á móti ekki geta ímyndað sér að lög­regl­an hafi nokkuð annað í huga en að spyrja hann um það hvernig og hvaðan gögn sem nýtt voru til að vinna frétt­ir hafi borist rit­stjórn Kjarn­ans. 

„Þeim spurn­ing­um get ég ekki og má hrein­lega ekki, lög­um sam­kvæmt, svara. Af þeirri ástæðu fæ ég ekki al­menni­lega skilið af hverju lög­regl­an er að boða mig til yf­ir­heyrslu,“ skrif­ar Arn­ar Þór.

„Það sem veld­ur mér þó áhyggj­um í þessu öllu sam­an eru þau viðhorf og skiln­ings­leysi gagn­vart blaðamennsku og hlut­verki fjöl­miðla sem sum­ir ráðamenn hafa op­in­berað á und­an­förn­um dög­um.“

Segja að um­fjöll­un­in hafi varðað al­manna­hags­muni

Þrír aðrir blaðamenn hafa verið boðaðir í yf­ir­heyrslu vegna meintra brota á friðhelgi einka­lífs­ins. Það eru þau Aðal­steinn Kjart­ans­son, blaðamaður á Stund­inni, Þóra Arn­órs­dótti­ur, rit­stjóri Kveiks á Rík­is­út­varp­inu og Þórður Snær Júlí­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans.

Sam­tök kvenna um nýja stjórn­ar­skrá sendu í gær­kvöldi frá sér stuðnings­yf­ir­lýs­ingu við fjöl­miðlafólkið. 

Það er hafið yfir vafa að upp­lýs­ing­arn­ar sem komu fram í fjöl­miðlaum­fjöll­un fjög­urra blaðamanna um vinnu­brögð „skæru­liðadeild­ar“ Sam­herja vörðuðu al­manna­hags­muni,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu þeirra.

Það er grafal­var­legt að ráðist sé svo að blaðafólki fyr­ir það eitt að segja frá mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um. Frjáls fjöl­miðlun er einn af horn­stein­um lýðræðis­ins, og þegar ráðist er að þeim er það árás á all­an al­menn­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert